Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta páfagaukar?

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?

Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...

category-iconJarðvísindi

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Freyja komið beint úr norrænni goðafræði eða merkir það einfaldlega húsfreyja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég var að pæla hvað merkir Freyja? Er það einnig úr norrænni goðafræði eða merkir það líka húsfreyja? Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Hún er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði, bústað goða, en þangað voru þau s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít?

Upprunalega var spurningin svona:Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna hvít og væri þá hægt að finna lygar í (mörgum) öðrum litum? Orðasambandið hvít lygi hefur líklega borist í málið úr ensku þar sem orðasambandið white lie er vel þekkt. Í Chambers 20th Century Dictionary (1983:728) segir um merkinguna: ‘a minor fa...

category-iconFélagsvísindi

Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?

Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

category-iconHugvísindi

Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?

Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum...

category-iconEfnafræði

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

category-iconHeimspeki

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?

Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...

Fleiri niðurstöður