Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2245 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconHagfræði

Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?

Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?

Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...

category-iconHeimspeki

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?

Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var te...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...

category-iconHeimspeki

Er sannleikurinn alltaf sagna bestur?

Spurningin tengist augljóslega uppeldismálum, samanber spurninguna hvort það sé siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til. Þorsteinn Gylfason skilgreindi sannleika einu sinni í fyrirlestri þannig að „sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum okkar að segja“1. Sannleikurinn er líklega ætíð sagn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?

Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...

category-iconHugvísindi

Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?

Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?

Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa óvenjumargir stórir jarðskjálftar orðið undanfarið ár?

Langflestir skjálftar í heiminum stafa af flekahreyfingum og verða á svæðum þar sem spenna safnast í jarðskorpunni á eða nálægt flekaskilum. Stærstir verða skjálftarnir á þeirri gerð flekaskila þar sem samrek á sér stað. Skjálftar eru minni og fátíðari á hjáreksbeltum, og sýnu minnstir á fráreksbeltum. Hraði fleka...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...

Fleiri niðurstöður