Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5207 svör fundust
Af hverju er vatnið blautt?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...
Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...
Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?
Orðið colony þýðir á íslensku nýlenda og hugtakið colonialism kallast nýlendustefna. Það er notað um ásókn ríkja í nýlendur og aðferðir þeirra til að viðhalda völdum sínum þar. Í sögulegu samhengi á nýlendustefnan rætur að rekja til utanríkistefnu evrópskra ríkja í nýlendum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku frá og m...
Hvað eru fjárlög?
Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, ne...
Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...
Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...
Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?
Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...
Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...
Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?
Shenu og shen eru forn tákn sem meðal annars eru notuð í egypsku myndletri. Bæði orðin eru dregin af sögninni sheni sem merkir 'að umkringja' eða 'slá hring um'. Táknin sjálf eru reiplykkjur sem færðar hafa verið í stílinn; shen er hringlaga en shenu er líkara sporöskju. Stundum virðast þó orðin notuð um sama hlut...
Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar? Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur),...
Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?
Flestir þekkja vísuna sem vitnað er til í fyrirspurninni. Hún er meðal annars prentuð í Vísnabókinni sem Símon Jóh. Ágústsson gaf út fyrst 1946 og hefur síðan verið prentuð margoft. Síðari hluti vísunnar er svona: Banar margri mús, mitt þú friðar hús. Ekki er í þér lús, oft þú spilar brús. Undrasniðug, létt...
Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?
Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...