Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3073 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?

Meðalþykkt jarðskorpunnar er um 17 km. Það er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km. Jarðskorpunni er skipt í meginlandsskorpu, sem er um 40 km þykk að meðaltali, og hafsbotnsskorpu sem er 6-7 km þykk. Hlutföll flatarmáls meginlands- og hafsbotnsskorpu eru um 30:70 þannig að samkvæmt því ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?

Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skötur?

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?

Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?

Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?

Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.Að frádregnum stigum fyrir m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er svefnmús?

Svefnmýs (e. dormice, ætt Myoxidae) eru 27 mismunandi tegundir smárra nagdýra sem lifa víða í Evrópu, Asíu, á eyjum sem tilheyra Japan og í Afríku. Þrátt fyrir nafnið svefnmýs, eru þær ekki mýs heldur önnur og aðskilin ætt (mýs eru af ættinni Muridae). Stærst er tegundin Myoxus glis sem yfirleitt er kölluð feita s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast letidýr?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....

category-iconHugvísindi

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig verða loftsteinar til?

Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá s...

category-iconUnga fólkið svarar

Voru Daltonbræðurnir til?

Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...

Fleiri niðurstöður