Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?

Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?

Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...

category-iconVísindi almennt

Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?

Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?

Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi? Er til dæmis munur á geislun frá 1 g af brennandi úran-salla og 1 g af úrani við staðalaðstæður? Svarið við spurningunni er nei; helmingunartími geislavirkra efna breytist ekki með hitastigi ef það er innan venjule...

category-iconSálfræði

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?

Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er ristill lengi að ganga yfir?

Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?

Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?

Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconEfnafræði

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?

Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

Fleiri niðurstöður