Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri? Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir...
Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?
Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?
Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...
Finnur maður fyrir hraða eða vindi úti í geimnum?
Spurningin í heild var svona:Finnur maður fyrir hraða úti í geimnum, til dæmis ef maður er á 500 km hraða? Finnur maður fyrir vindi eða hraða?Stutta svarið er að það er enginn vindur úti í geimnum af því að þar er ekkert loft heldur tómarúm (e. vacuum). Við finnum yfirleitt ekki fyrir hraða ef hann er jafn heldur ...
Hvernig líta d- og f-svigrúmin út?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að athuga fyrst hvernig myndir við gerum okkur af s- og p-svigrúmunum. Lítum á eina rafeind í einangruðu vetnisatómi. Líkindadreifing rafeindar í orkulægsta ástandinu, grunnástandinu, er kúlusamhverf eins og sést á meðfylgjandi mynd. Líkindadreifingin er stundum kölluð s...
Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað. Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að s...
Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?
Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...
Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?
Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...
Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?
Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig...
Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...
Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka. Engin sérstök ákvæði um afslæt...
Hvernig myndast íshellar?
Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...
Hvað gerðist í Perluhöfn (Pearl Harbor) í seinni heimsstyrjöldinni?
Þegar minnst er á þátt Perluhafnar í seinni heimsstyrjöldinni, er átt við árás Japana að morgni 7. desember 1941 á flotahöfn og herflugvelli Bandaríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, sem gerð var fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Perluhöfn (Pearl Harbor) árið 1940. Á 4. áratug síðus...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...