Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4927 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...

category-iconLandafræði

Hvað er Stór-Reykjavíkursvæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga teljast sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur til höfuðborgarsvæðisins. Í þessu svari er gengið út frá því að sömu sveitarfélög myndi hið svokallaða Stór-Reykjavíkursvæði. Samkvæmt upplý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?

Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri. Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?

Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt. Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á. Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slá...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?

Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dúr og moll?

Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?

Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðasambandið per se?

Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur beinhimnubólgu?

Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?

Árið 1988 var ákveðið á Alþingi að leggja á virðisaukaskatt og var hann fyrst innheimtur þann 1. janúar árið 1990. Virðisaukaskatturinn leysti af hólmi söluskatt. Virðisaukaskattur þykir almennt hafa ýmsa kosti fram yfir söluskatt en þó er það galli að innheimta virðisaukaskatts er aðeins flóknari. Helsti munu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?

Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?

Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...

category-iconHugvísindi

Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?

Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og: abba agaakaalaama anaapaataNafnorð sem byrja og enda á a eru:aggaamma assaÖnnur orð sem koma upp í hugann eru:inninónóbóódóórópíprörr...

Fleiri niðurstöður