Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4723 svör fundust
Hvernig verkar strokleður?
Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oftast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér. Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli "blýsins" í blýantinum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í ...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...
Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...
Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta?
Múkk er húðbólga í kjúkubótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitumyndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu ...
Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?
Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núveran...
Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?
Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...
Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?
Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...
Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?
Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...
Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?
Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabil...
Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?
Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Hvað er BMI?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hversu áreiðanlegt er að nota BMI til að ákvarða líkamsástand?Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offit...
Hvað eru neglur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Úr hverju eru neglurnar?Af hverju vaxa neglur?Eru neglur bein eða dauðar frumur?Til hvers erum við með neglur? Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir. ...
Hvað gerir dópamín?
Dópamín er taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna (hinir eru peptíð og sterar). Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess. Í grunnkjörnum he...