Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2783 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virka farsímar?

Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað ra...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða?

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Í þessu kerfi myndar miðbaugur hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?

Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Mývatn?

Mývatn liggur í sprungusveimi kenndum við Kröflu, í sigdæld sem myndast hefur milli misgengja. Áður en Laxárhraun yngra rann var í Mývatnslægðinni stöðuvatn, álíka stórt og Mývatn en dýpra, og náði austar en Mývatn gerir nú (sjá mynd hér fyrir neðan). Forveri Mývatns (Árni Einarsson 1991) Eftirfarandi er byggt ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?

Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...

category-iconHugvísindi

Er hægt að vera með skófíkn?

Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?

Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...

category-iconSálfræði

Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?

Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?

Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...

Fleiri niðurstöður