Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9722 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconBókmenntir og listir

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?

Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...

category-iconHugvísindi

Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?

Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?

James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...

category-iconLögfræði

Hver var Montesquieu og fyrir hvað er hann þekktur?

Montesquieu, eða fullu nafni Charles de Secondat, Baron de la Bréde et de Montesquieu fæddist árið 1689 og lést 1755. Eftir venjulega skólagöngu, þar sem megináherslan var lögð á latínu, hóf hann árið 1705 nám í lögfræði og lauk því fjórum árum síðar. Næstu árin fékkst hann við lögfræðistörf. Hann kvæntist árið 17...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconHeimspeki

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?

Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?

Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?

Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?

Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?

Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd. Uppgrö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

Fleiri niðurstöður