Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3640 svör fundust

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Afríku?

Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?

Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?

Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

category-iconNæringarfræði

Er sódavatn óhollt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er sódavatn óhollt? Hefur koltvísýringurinn slæm áhrif á líkamann?Ekki er vitað til þess að koltvísýringur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvarleg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitthvað, en í flesta gosdrykki er einnig ...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er miðpunktur alheimsins?

Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?

Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru Bellerófon og Kímera?

Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar var...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er hlutverk páfans?

Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...

Fleiri niðurstöður