Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9722 svör fundust

category-iconLandafræði

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?

Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?

Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið krummafótur komið?

Spurningarnar voru upphaflega þessar: Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk) Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (St...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bakteríur í heiminum?

Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...

category-iconHugvísindi

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

category-iconFöstudagssvar

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?

Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar. Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsin...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er stjórnlagaþing?

Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...

category-iconHeimspeki

Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?

Díógenes hundingi er eflaust meðal frægari heimspekinga Grikklands hins forna. Ýmsum sögum fer af honum í fornum heimildum en heimildirnar eru ekki alltaf traustar. Í raun er vitneskja okkar um Díógenes og heimspeki hans fremur rýr. Meginheimild um Díógenes er ævisaga hans sem rituð var af Díógenesi Laertíosi (...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?

Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

Fleiri niðurstöður