Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5208 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?

Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?

Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Henri Poincaré og framlag hans til stærðfræðinnar?

Henri Poincaré (1854-1912) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og vísindaheimspekingur. Hann kom víða við á ævi sinni, og er meðal annars minnst fyrir vinnu sína við afleiðujöfnur, stjarnfræði, afstæðiskenninguna, og grannfræði. Best þekkta verk Poincaré er sennilega Poincaré-tilgátan í grannfræði, sem stó...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?

Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?

Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?

Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?

Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með...

category-iconJarðvísindi

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?

Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...

Fleiri niðurstöður