Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8768 svör fundust
Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?
Orðin aldurstakmark og aldurslágmark eru notuð á misjafna vegu. Aldurstakmark er það mark sem aldurinn setur, bæði hámark og lágmark. Þegar talað er um aldurslágmark er átt við lægsta aldur, sem til greina kemur í einhverju tilviki, en aldurshámark þann hæsta. Þegar auglýst er að aldurslágmark á dansleik sé við 16...
Hvernig flokkið þið pöndu?
Risapandan er ein af átta núlifandi bjarndýrategundum í heiminum. Tegundin hefur lengi átt í vök að verjast en hefur aðeins komið til á síðustu árum. Nú er talið að villti stofninn sé að minnsta kosti 1.800 einstaklingar. Risapanda (Ailuropoda melanoleuca). Dýrafræðingar flokka tegundina með eftirfarandi hæ...
Hvað heita öll fylki Bandaríkjanna?
Í Bandaríkjunum eru fimmtíu ríki. Fjörutíu og átta af þeim liggja yfir samfellt landsvæði. Hawaii, sem er nýjasta ríkið (gekk í Bandaríkin 1959), er eyjahópur í Kyrrahafi suðvestan við Bandaríkin og Alaska, sem er næstnýjasta ríkið, er fyrir norðan Bandaríkin umkringt af vesturhluta Kanada. Margir Bandaríkjamenn e...
Hvað er súkkat?
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins. Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og bör...
Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varleg...
Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?
Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...
Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?
Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fi...
Hvað eru til margar tegundir af köttum?
Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum...
Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?
Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...
Hvar lifir grænlandshvalur?
GrænlandshvalurGrænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta",...
Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?
Spurningar af þessu tagi eiga yfirleitt ekki heima hér á Vísindavefnum en sérstakar aðstæður Hawkings réttlæta undantekningu. Hann er í ríkum mæli persónugervingur vísinda á sínu sviði, sjúkdómur hans er afar óvenjulegur og sjaldgæfur og hann hefur sjálfur gengið fram fyrir skjöldu til að kynna hann og aðstæður sí...
Hver er vinnutími Indverja?
Svonefnd verksmiðjulög á Indlandi sem að stofninum til eru frá árinu 1948 en endurskoðuð 1987, kveða á um 48 stunda vinnuviku hjá fullorðnum. Þeir sem stunda skrifstofuvinna vinna að jafnaði 35-40 stunda vinnuviku. Samkvæmt verksmiðjulögunum skal vinnutími takmarkast við 9 stundir á degi hverjum og að jafnaði e...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Geta hundar og refir eignast saman afkvæmi?
Engar erfðafræðilegar forsendur eru fyrir því að hundar og refir geti eignast saman afkvæmi. Hundar hafa 38 litningapör (2n=76 litningar) en heimskautarefir hafa 25 litningapör (2n=50). Þó hundar og refir tilheyri sömu ættinni Canidae (hundaætt) þá greinist hún í tvennt, annars vegar refi (Vulpini) og hins veg...
Hvernig myndast hvirfilbyljir?
Hvirfilbyljir eru mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður. Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp, leitar loft inn að miðju uppstreymis...