Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4725 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

category-iconHugvísindi

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?

Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar?

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá febrúar og fram í apríl. Svæðið í kringum Karlsvagninn er mjög áhugavert og sést vel á þessum árstíma. Á kvöldin rís stjarnan Arktúrus í Hjarðmann...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

category-iconHugvísindi

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?

Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan? Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinn...

category-iconTrúarbrögð

Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?

Í 1 Kor 5:9 kemur fram að Páll postuli hafði skrifað bréf til Korintumanna áður en hann skrifaði Fyrra Korintubréf. Þetta bréf er nú glatað, en það hefur líklega verið ritað á árabilinu 51-54. Í 1 Kor 7:1 kemur síðan fram að söfnuðurinn í Korintu hafði svarað Páli með bréfi, líklega um árið 54: „En varðandi þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera gonaralegur og hvaðan kemur orðið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að vera gonaralegur? Hungraður? Horfinn?, hvaðan kemur lýsingarorðið... Lýsingarorðið gonaralegur virðist lítið notað. Ekkert dæmi fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og eitt á Tímarit.is úr ritinu Muninn, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, frá 1991. Þar stend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er usli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið prímus?

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?

Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

Fleiri niðurstöður