Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er þetta spurning?
Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...
"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...
Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?
Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...
Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?
Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...
Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?
Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...
Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?
Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...
Hvernig voru loðfílar?
Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...
Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?
Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...
Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?
Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...
Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...
Af hverju dó dódó-fuglinn út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann? Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði...
Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?
Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...
Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...
Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?
Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri ...
Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...