Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4887 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?

Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til g...

category-iconNæringarfræði

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?

Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?

Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?

Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku ...

category-iconLandafræði

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?

Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, se...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?

Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?

Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?

Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...

category-iconNæringarfræði

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

Fleiri niðurstöður