Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3331 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?

Lyfið sem hér um ræðir heitir ivermectin og er flókið sýkingarlyf með margþætta gagnsemi. Það var uppgötvað 1975 og er notað um heim allan gegn margvíslegum ormasýkingum en einnig gegn öðrum sníkjudýrum á borð við kláðamaur. Notkunin einskorðast ekki við menn heldur er lyfið einnig gefið öðrum dýrum, til að mynda ...

category-iconHeimspeki

Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?

Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?

Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Messier-skráin?

Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?

Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er séríslenskt?

Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...

category-iconBókmenntir og listir

Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...

category-iconLæknisfræði

Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?

PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki...

category-iconHagfræði

Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru a...

category-iconVísindafréttir

Metár og meira en milljón lesendur 2020

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?

Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

Fleiri niðurstöður