Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvar er miðpunktur Íslands?

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...

category-iconLögfræði

Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?

Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?

Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?

Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?

Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt. Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?

Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er best að tína ánamaðka?

Án nokkurs efa er farsælast að tína ánamaðka á nóttunni þegar rignir. Verður það auðveldara eftir því sem rigningin er meiri og jarðvegurinn verður gegnsósa. Eins og áður hefur komið fram hér á Vísindavefnum, (í svari Jóns Más Helgasonar við spurningunni Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rign...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?

Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?

Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...

category-iconLögfræði

Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?

Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gervigígar?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hver er munurinn á gervigígum og venjulegum gígum? Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig:Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?

Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða kona er á svissneskum myntum?

Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...

Fleiri niðurstöður