Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 912 svör fundust

category-iconSálfræði

Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?

Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér. Með orðinu peningaspil er átt v...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?

Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?

Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru: Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdó...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?

Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...

category-iconEfnafræði

Hvernig er málning búin til?

Almennt má segja að málning sé gerð úr eftirfarandi efnisflokkum: Bindiefnum, litarefnum, fylliefnum, þynningarefnum og hjálparefnum. Í fyrsta lagi þarf bindiefni til að búa til málningu. Bindiefni hefur það hlutverk að binda saman aðra efnisþætti málningarinnar og gegnir lykilhlutverki varðandi eiginleika efn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var Hitler valinn maður ársins?

Adolf Hitler var valinn maður ársins af bandaríska tímaritinu Time árið 1938. Það kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir að Hitler hafi hlotið slíka útnefningu en hafa þarf í huga að hún var ekki hugsuð sem verðlaun og henni fylgdi enginn sérstakur heiður. 'Maður ársins' samkvæmt Time er sá einstaklingur/-ar (eð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?

Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...

category-iconLæknisfræði

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2019 og fyrir hvað?

Allar lífverur þurfa súrefni til þess að vinna orku úr fæðuefnum. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum?

Spurningin í heild er sem hér segir: Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum? Er til hraðari algoritmi til þess að raða gögnum og ef svo er, hvernig er hann? Til eru ýmsar útgáfur af Quicksort röðunaraðferðinni, en grunnaðferðinni má lýsa þannig að byrjað er á að velja svokallað vendistak (á en...

category-iconBókmenntir og listir

Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?

Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...

Fleiri niðurstöður