Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9615 svör fundust
Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?
Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...
Er betra að fara með jarðtengingu húsa niður á fast sem kallað er?
Svarið er nei. Slík ráðstöfun fjármuna byggist á því að menn rugla saman tveimur allsendis óskyldum hlutum. Annars vegar er vissulega æskilegt að fara með undirstöður húss niður á fast til að húsið hreyfist síður. Hins vegar er jarðtenging síst betri ef hún nær niður á fast því að rafleiðni í jörðinni er síst meir...
Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
Fallhlífar um borð í geimförum sem lenda á Mars gegna því veigamikla hlutverki að draga úr hraða geimfarsins þegar það kemur inn til lendingar. Fallhlífin er ekki notuð í þyngdarleysinu úti í geimnum, heldur stuttu eftir að geimfarið kemur inn í lofthjúp plánetunnar, en þar er ekki þyngdarleysi. Lesendur Vísin...
Hvað er Williamsheilkenni?
Williamsheilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem áætlað er að 1 af hverjum 20.000 lifandi fæddum börnum hafi. Williamsheilkenni var fyrst viðurkennt sem sérstakur sjúkdómur árið 1961. Það kemur fram strax við fæðingu, jafnt hjá stúlku- og sveinbörnum. Heilkennið hefur verið greint um allan heim og kemur fyrir hj...
Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.? Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn ...
Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?
Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona: Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þe...
Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?
Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...
Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?
Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...
Á sá fund sem finnur?
"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...
Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?
Ef marka má Færeyinga sögu, sem rituð var á fyrri hluta 13. aldar, voru það Færeyingar sem fyrstir eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi gengu Noregskonungi á hönd. Samkvæmt Færeyinga sögu var það Ólafur helgi Haraldsson, Noregskonungur, sem fyrstur reyndi að fá færeyska höfðingja til að gerast sér skattskyldir, hugsanl...
Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?
Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...
Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?
Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...
Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...