Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?
Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...
Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?
Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?
Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...
Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?
Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin. Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða l...
Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?
Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum! IP-nettæknin er nú orðin ek...
Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?
Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar. Svipaða tilhneigingu er hægt að merkj...
Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...
Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?
Þessu er auðvelt að svara á þá leið að sjávarföll hafa þegar verið virkjuð á ýmsum stöðum á jörðinni. Meðal annars er hægt að gera það svipað og spyrjandi hefur í huga, með því að stífla fjarðar- eða ármynni þar sem munur á flóði og fjöru er mikill og láta sjávarfallastrauminn um stífluna knýja rafala svipað og þe...
Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?
Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu...
Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af? Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess ey...