Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9450 svör fundust
Er hægt að svara spurningu með spurningu?
Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...
Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...
Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Hvernig notar maður orðasamböndin annars vegar og hins vegar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig notar maður annars vegar og hins vegar? Þarf maður að nota bæði eða má nota annað, t.d. bara hins vegar? Er regla hvort fer á undan? Orðasambandið annars vegar merkir ‘öðrum megin; að öðru leyti’ en orðasambandið hins vegar merkir ‘hinum megin; að hinu leyti’. Venjan ...
Eru tölvuleikir vanabindandi?
Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?
Víða um heim þekkjast óvættir sem koma til byggða í kringum jólin og refsa börnum sem haga sér illa, einhvers konar andstæða jólasveinsins. Hér á landi er það auðvitað helst Grýla sem vekur ótta og óhug í hjörtum fólks og borðar börn sem haga sér illa í desember. Það verður að teljast frekar líklegt að Grýla og Kr...
Er hraði ljóssins breytilegur?
Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...
Hvað er afjónað vatn og til hvers er það notað?
Kranavatn er mishreint í heiminum. Íslenska kranavatnið þykir hreint þrátt fyrir að innihalda fjölmörg steinefni (e. minerals), það er uppleyst jónaefni. Vegna þessara aukaefna er kranavatn sjaldan notað í tilraunir eða við mælingar á rannsóknarstofum enda geta óæskileg efni í vatninu haft áhrif á niðurstöður mæli...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Hvernig er álpappír búinn til?
Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...
Vísindavefur HÍ og RÚV stofna til samstarfs um vísindamann vikunnar
Vísindavefur HÍ og RÚV stofna í dag til samstarfs um vísindamann vikunnar. Næstu tvo mánuði verða vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni, á dagskrá á mánudögum í þættinum Samfélagið á Rás 1. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindaféla...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...