Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9615 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?

Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?

Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um síld?

Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- o...

category-iconFélagsvísindi

Hver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts?

Skattar eru lagðir á með pólitískum ákvörðunum. Því er allur gangur á því hvort hægt sé að finna sérstaka réttlætingu fyrir álagningu þeirra. Álagning tiltekins skatts er einfaldlega niðurstaða sem fengist hefur á vettvangi stjórnmálanna. Engu að síður getur verið áhugavert að skoða forsögu málsins og sérstaklega ...

category-iconVísindavefur

Hvað er heitt á Merkúríusi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru geðsjúkdómar ættgengir?

Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...

category-iconBókmenntir og listir

Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?

Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?

Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?

Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?

Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?

Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru: Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdó...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er dómsdagur kristinna manna?

Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...

Fleiri niðurstöður