Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Kólna drykkir hraðar eftir því sem þeir eru í kaldara rými, eins og ef maður lætur bjór í frysti í staðinn fyrir ísskáp?

Stutta svarið er já: Hlutir kólna þeim mun hraðar sem meiri munur er á upphaflegum hita þeirra og hitanum (kuldanum) í umhverfinu. Bjórflaska eða flaska með öðrum vökva kólnar talsvert örar ef hún er sett í frysti en í kæliskáp. Dæmigerður hiti í frystikistu er um það bil -18°C eða 18 stiga frost en í kæliskápu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?

Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum f...

category-iconLögfræði

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Surtsey stór?

Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli. Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að á...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...

category-iconVísindavefur

Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gigt?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er; vegna þess að til þeirra óvirku streymir ekki lengur kvika. En þetta svar skilur spyrjandann kannski eftir í sömu sporum þar sem það útskýrir ekki hvers vegna kvikan hættir að streyma til eldfjallanna. Skoðum þetta nánar. Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?

Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig verða loftsteinar til?

Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?

Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100). Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinn...

category-iconSálfræði

Hvað er blindsýn (blindsight)?

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er raftónlist?

Raftónlist (e. electronic music) er stundum notað sem samheiti yfir alla þá tónlist sem sköpuð er með rafmagnstækjum. Samkvæmt þessari skilgreiningu er til dæmis hægt að spila raftónlist á rafmagnsgítar, hljóðgervil, tölvu eða theremin. Samkvæmt máltilfinningu okkar virðist þó íslenska orðið raftónlist helst ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

Fleiri niðurstöður