Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1556 svör fundust
Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...
Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?
Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...
Hvað búa margir í Suður-Ameríku?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...
Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?
Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til? Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísi...
Hvað eru til margar torræðar tölur?
Áður en við svörum þessari spurningu er ágætt að koma á hreint hvað torræðar tölur eru og hverjir eru helstu eiginleikar þeirra. Torræð tala er tvinntala sem er ekki algebruleg tala. Þar sem algebrulegar tölur eru sennilega ekki mjög þekkt fyrirbæri nema meðal stærðfræðinga er þetta heldur gagnslaus skilgreinin...
Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...
Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...
Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?
Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...
Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?
Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...
Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?
Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...
Hvað er meðgöngueitrun og hvað veldur henni?
Allar þungaðar konur þurfa að láta mæla reglulega blóðþrýsting og magn eggjahvítuefna í þvagi. Þetta er gert til að fylgjast með því hvort konan fái meðgöngueitrun. Enn er ekki vitað hvers vegna um það bil ein af hverjum tíu konum fá meðgöngueitrun. Þess ber þó að geta að einungis ein af hverjum hundrað þunguð...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...
Hvað einkenndi kirkjuna og kristni á Íslandi á miðöldum?
Miðaldakristnin hér á landi var kaþólsk kristni á borð við þá sem var að finna um gjörvalla Evrópu. Kaþólska kirkjan er þó ekki eins um allan heim nú á dögum og var það enn síður á þessum fornu tímum þegar erfitt var að koma á miðstýringu og stöðlun. Við kristnitöku hér var tekið við hinni almennu, kaþólsku m...
Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?
Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...