Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3707 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...

category-iconOrkumál

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?

Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?

Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?

Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?

Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?

Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Heklu?

Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis. Heklugos 1970. Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun re...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Rangá í Rangárvallarsýslu þessu nafni, rennur hún eitthvað öfugt eða rangt?

Rangár eru nokkrar á landinu:Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu (Dalasýsla, 34). Á í Ljósavatnshreppi (ÁM og PV Jarðabók XI, 116 o. víðar). Á suður af Bárðardal (Þingeyjarsýslur, 98). Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. (Land...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hundar orðið gamlir?

Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?

Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?

Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands. Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg. Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?

Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að það er bjartara í skammdeginu þegar jörð er alhvít en þegar snjólaust er?

Ljósið frá sólinni er í raun hvítt en hvítt ljós er blanda af öllum litum. Hlutir drekka í sig hluta af sólarljósinu en endurkasta öðru. Ef til dæmis hlutur endurkastar frá sér grænu ljósi, þá er hluturinn grænn að lit, til dæmis grasið. Grasið gleypir þá aðra liti hvíta ljóssins. Snjór endurkastar frá sér næst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?

Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi. Úlfar þrífast við ýmiss konar að...

Fleiri niðurstöður