Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3707 svör fundust
Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...
Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...
Var é tvíhljóð fyrr á öldum?
Stefán Karlsson handritafræðingur skrifaði árið 1989 ágæta grein sem hann nefndi „Tungan“. Hún birtist síðar í afmælisriti hans árið 2000 og er vísað í það hér. Þar gerði hann grein fyrir þróun tungumálsins, meðal annars sérhljóðakerfisins og skrifaði að á 13. öld hefði é (sem þá var einhljóð) fengið framburðinn í...
Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaðan kemur nafnið á Drangey? Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi? Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlin...
Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...
Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik? Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðva...
Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn? Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmá...
Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?
HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum....
Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?
Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni...
Hvernig myndast straumflögótt berg?
Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta? Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur. Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. S...
Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...
Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...
Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?
Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska. Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Au...
Hvað er sleglatif?
Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann. Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sj...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...