Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?
Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt: Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.' Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, ei...
Hvað er gosórói?
Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...
Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?
Einnig var spurt: Hvað eru borgaraleg gildi? Hugtakið borgaraleg ríkisstjórn (d. borgerlig regering) er mest notað á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í þessum löndum er það aðallega notað til aðgreiningar frá vinstristjórnum, sérstaklega þeim sem leiddar eru af jafnaðarmönnum (sósíaldemók...
Hvað er áróður?
Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...
Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?
Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...
Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...
Hvað er afjónað vatn og til hvers er það notað?
Kranavatn er mishreint í heiminum. Íslenska kranavatnið þykir hreint þrátt fyrir að innihalda fjölmörg steinefni (e. minerals), það er uppleyst jónaefni. Vegna þessara aukaefna er kranavatn sjaldan notað í tilraunir eða við mælingar á rannsóknarstofum enda geta óæskileg efni í vatninu haft áhrif á niðurstöður mæli...
Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...
Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?
Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...
Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...
Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...
Hvað éta jaðrakanar?
Jaðrakaninn (Limosa limosa) er dæmigerður votlendisfugl. Upp úr aldamótunum 1900 einskorðaðist útbreiðsla hans við Suðurlandsundirlendi en fram eftir 20. öld hefur fuglinn sest víðar að. Hann verpir nú á láglendissvæðum á Vesturlandi, Norðurlandi og einnig fyrir austan. Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýrarí...