Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er kreatín?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er kreatín og er óhollt fyrir unglinga í íþróttum að taka það?Hvað er kreatín mónóhydrate og hvernig virkar það?Hverjum gagnast inntaka á kreatíni?Hefur kreatín einhverjar aukaverkanir?Úr hverju er kreatín búið til?Hver eru áhrif kreatíns á mannslíkamann?Af hverju er kreatín ...
Hversu margar flugvélar fórust hér á landi í seinni heimstyrjöldinni?
Upprunalega spurningin var: Hve margar flugvélar bandamanna fórust hér á landi í seinni heimstyrjöldinni? Vegna hernáms Íslands í maí 1940 urðu Íslendingar töluvert meira varir við stríðsbrölt í seinni heimsstyrjöldinni en þeirri fyrri. Bretar og síðar Bandaríkjamenn settu upp herstöðvar víða um land og me...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...
Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja? „Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinn...
Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?
Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, ...
Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...
Af hverju breytast egg við suðu?
Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...
Hvað verður um afgang fjárlaga?
Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...
Hvað veldur því að jörðin er kringlótt?
Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? en þar kemur fram að kúlulögun sólstjarna, reikistjarna og tungla stafar af þyngdarkraftinum. Þegar reikistjörnur myndast, safnast gas í geimnum saman í kekki sem dragast saman vegna aðdráttar agnanna í kekkjunum...
Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?
Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Ísl...
Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?
Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...
Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...
Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...