Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3712 svör fundust
Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær?
Vafrakökur eða einfaldlega kökur eru upplýsingapakkar, sem vafraforrit vista á notendatölvum að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða ákvarðanatöku eða vinnslu sem er. Oft er...
Hvað veldur beinhimnubólgu?
Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...
Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?
Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...
Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?
Á vef Hagstofu Íslands má sjá að áætlað er að árið 2001 hafi ferða- og dvalarkostnaður útlendinga á Íslandi verið um 22,9 milljarðar króna. Þá er áætlað að tekjur íslenskra flugfélaga af erlendum ferðamönnum það ár hafi verið 14,8 milljarðar króna. Samtals gerir þetta um 37,7 milljarða króna. Það voru ríflega 12%...
Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...
Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...
Af hverju deyr maður út af geislavirkni?
Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi. Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumein...
Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?
Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...
Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar ...
Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?
Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...
Hvernig verða halastjörnur til?
Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess. Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (in...