Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?
Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?
Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?
Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabba...
Af hverju er krummi að stríða mömmu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við höfum séð að krummi hefur stundum verið að stríða fólki og dýrum t.d. mömmu, hestum, heimalningum og hundum. Af hverju gerir hann þetta? Leikir dýra, sérstaklega ungviðis, eru gjarnan æfing fyrir það sem tekur við í lífsbaráttunni á fullorðinsárunum. Leikirnir hafa því ák...
Hvernig er skógur skilgreindur?
Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?
Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...
Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hvernig haldast ský saman?
Ský gefa okkur innsýn í eilífa samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Skýið sýnir hvar rakaþéttingin hefur betur. Til að rakaþétting geti náð undirtökunum þarf raki sem er í lofti að kólna. Það getur átt sér stað á nokkra vegu, en uppstreymi er langalgengasta ástæða skýjamyndunar. Uppstreymi á sér einkum stað ...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...
Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?
Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorð...