Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skilja sár eftir sig ör?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

category-iconHugvísindi

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?

Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurni...

category-iconHagfræði

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...

category-iconLæknisfræði

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?

Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...

category-iconVísindi almennt

Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?

Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...

category-iconLæknisfræði

Er fæðuofnæmi algengt?

Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju t...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er innrautt ljós og til hvers er hægt að nota það?

Í kringum 1800 beindi ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sólarljósi í gegnum þrístrending og festi hitamæli við rauða enda hins sýnilega litrófs. Hitamælirinn sýndi hitastigshækkun sem benti til þess að á honum lenti ósýnileg tegund geislunar en þessi ósýnilega geislun er innrautt ljós. M...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

Fleiri niðurstöður