Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?
Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina. Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægu...
Af hverju gjósa eldfjöll?
Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu! Jörðin er enn þá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirborðsins aðallega á tvo vegu. Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna; þessi varmaleiðni er afar hægfar...
Af hverju eru köngulær til?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hver er hæsta frumtalan?
Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...
Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún?
Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins. Í bensínknúnum vélum er eldsneytisúða blandað saman við loft í þar til gerðum strokkum. Gasblöndunni er því næst þjappað saman með bullum. Þegar hámarksþjöppun er náð er kveik...
Hvað er að skilja atburð?
Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Hver er hornasumma einhyrnings?
Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir:Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°]Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°...
Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?
Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni: Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki? Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum? Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á ...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?
Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...
Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?
Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalkaðar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að p...
Hvað eru heilar og ræðar tölur?
Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...
Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?
Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...