Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2856 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvað var gert við hina látnu hjá neanderdalsmönnum?

Neanderdalsmenn voru uppi frá því fyrir um 130.000 árum og þar til fyrir rétt innan við 30.000 árum. Þeir voru því uppi á ísaldarskeiði í um það bil hundrað þúsund ár. Þeir hafa nokkra sérstöðu meðal yngri tegunda homo og er deilt um hvort þeir hafi verið hlekkur í þróunarkeðju hans í þeim skilningi að tegundin ha...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru Gyðingar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...

category-iconStærðfræði

Hvað er Fibonacci-talnaruna?

Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...

category-iconLögfræði

Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...

category-iconFöstudagssvar

Þarf maður að eiga foreldra?

Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?

Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?

Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?

Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

category-iconLögfræði

Hvernig verða lög til?

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er réttur barna til einkalífs, mega foreldrar til dæmis leita í herbergjum þeirra?

Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er miðpunktur alheimsins?

Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...

Fleiri niðurstöður