Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7862 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru mörg göt á tunglinu?

Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru fílar með rana?

Til að svara þessari spurningu er rétt að við byrjum á því að velta fyrir okkur í hvað raninn er notaður. Til hvers nota fílar ranann? Þeir sem þekkja til atferli og lífshátta fílsins vita að hlutverk ranans er í rauninni margþætt. Fyrst og fremst er hann þó notaður til fæðuöflunar. Fílar eru jurtaætur og lifa ein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar myndast fellibyljir helst?

Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconVísindavefur

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...

category-iconFöstudagssvar

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð lofthjúpurinn til?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíildi og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um rauða hunda?

Rauðir hundar eru veirusjúkdómur alveg eins og mislingar og hlaupabóla. Á þriggja til fjögurra ára fresti kemur upp faraldur en ekki stafar eins mikil smithætta af sjúkdómnum eins og af mislingum og hlaupabólu. Flestir fá mislinga snemma á lífsleiðinni en aftur á móti fá margir rauða hunda fram eftir öllum aldr...

Fleiri niðurstöður