Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1731 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru pylsur og úr hverju er húðin utan um þær?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er það sem er utan um pylsur eða pulsur, þ.e.a.s. húðin? Getgátur hafa verið uppi um að þetta séu grísaþarmar er það satt? Pylsugerð er gömul aðferð til þess að nýta afurðir sláturdýra og auka geymsluþol þeirra. Pylsugerð þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja...

category-iconLandafræði

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...

category-iconLögfræði

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?

Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

category-iconStærðfræði

Hvað eru markverðir stafir í tölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?

Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er dagslátta stór í fermetrum?

Spurningin Ólafs hljóðaði svona: Góðan dag. Hugtakið dagslátta var notað yfir skika í túni sem einn maður gat slegið á einum degi með orfi og ljá. Spurningin er: Hvað er dagslátta stór í m2 eða stór hluti af hektara? Þessari spurningu er ekki hægt að svara með nákvæmum hætti. Eins og einn spyrjandi nefnir v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...

category-iconJarðvísindi

Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða nytjajurtir ræktuðu landsmenn frá landnámi fram til 20. aldar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða grænmeti & ávextir voru ræktuð hér (ef einhver) í það heila fyrir 20. öldina? Voru t.d. einhver grænmeti og/eða ávextir ræktuð hér á víkingaöld? Gera má ráð fyrir að landnemar hafi reynt að rækta nytjajurtir sem þeir könnuðust við. Í Skandinavíu og Bretlandseyjum var garð...

Fleiri niðurstöður