Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2237 svör fundust
Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...
Hvaða orð rímar við „Elín“?
Til er sérstök íslensk rímorðabók sem er til dæmis til í mörgum skólabókasöfnum. Í Gegni eru meðal annars eftirfarandi upplýsingar um hana:Eiríkur Rögnvaldsson 1955. Íslensk rímorðabók. Reykjavík: Iðunn, 1989. 271 s.Hugmyndir um rímorð má fá einnig fá með rímorðaleit Elíasar Halldórs Ágústssonar á Reiknistofnun. A...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?
Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...
Hver var Sighvatur Þórðarson?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...
Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?
Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...
Eru jólafasta og aðventa það sama?
Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...
Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...
Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?
Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...
Hvað gera dýrafræðingar?
Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...
Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?
Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...
Hvers vegna eru ekki til stærri einfrumungar en strútsegg?
Frumur má kalla minnstu starfseiningar lífsins. Allar hafa þær DNA fyrir erfðaefni og efnakerfi til þess að búa til prótín en bæði DNA-smíð og prótínsmíð krefjast þátttöku fjölmargra prótína. Til viðbótar er þörf fyrir fjölda prótína til þess að hvata ýmis efnahvörf sem ómissandi eru fyrir allar frumur. Minnst...
Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin. ...
Hvað er hestur?
Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnan...
Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?
Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...