Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9720 svör fundust
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?
Spurningin í heild sinni var svona:Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu svokallaða ef samþykkt verður (ég á við fyrir heiminn í heild sinni en ekki bara Ísland)?Þegar menn segja að hlýnandi loftslag af völdum gróðurhúsalofttegunda muni sennilega gera Ísland "ennþá bygg...
Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?
Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....
Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...
Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?
Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna. Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvern...
Hver er uppruni orðsins "mella"?
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...
Hvað kostar að framleiða eina krónu?
Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...
Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?
Orðið kaggi er notað í fleiri en einni merkingu. Elsta merking orðsins er líklega ‘lítil tunna’. Það kemur fyrir í Biskupasögum og Sturlungu sem viðurnefni Þórarins kagga. Kaggi er líka til í merkingunni ‘hattur’. Orðabókin á elst dæmi um þá notkun úr blaðinu Speglinum frá 1936. Ætla má að hatturinn hafi fengið þe...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hvernig dó Alexander mikli?
Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...
Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?
Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...
Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...
Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?
Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á haf...
Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...
Hvað éta pokadýr?
Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna. Ránpokadýr (Dasyuromorphia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (T...