Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2783 svör fundust
Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...
Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...
Hver var Þales frá Míletos?
Þales frá Míletos var grískur heimspekingur, fæddur um 625 f.Kr. Aristóteles taldi hann hafa verið fyrsta heimspekinginn. Þales var einnig einn af vitringunum sjö, sem Grikkir eignuðu margvíslega speki. Honum var til dæmis eignað spakmælið „Þekktu sjálfan þig!“ sem var ritað á hof véfréttarinnar í Delfí. Þó var lí...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...
Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?
Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...
Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...
Hvað gerist í jáeindaskanna?
Jáeindaskönnun nefnist á ensku „positron emission tomography“, skammstafað PET, en orðið „tomography“ (sneiðmyndun) er haft um aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann með ýmiss konar geislun, einkum röntgengeislun. Auk þess eru oft notaðar öflugar tölvur til að vinna úr merkjum sem geislunin veldur og er þá ...
Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 veitt?
Þriðjudaginn 2. október 2018, tilkynnti sænska Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 hefðu verið veitt þremur vísindamönnum, þeim Arthur Ashkin við Bell-rannsóknarstofnunina í Bandaríkjunum, Gérard Mourou við École Polytechnique í Frakklandi og Michican-háskóla í Bandaríkjunum og Donnu Strickland v...
Hver var sjóræninginn Anne Bonny?
Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu. Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom ...
Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?
Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...
Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er til efni um það hvort örbylgjur geri veirur óvirkar, t.d ef veirur berast í fatnað svo sem hanska er þá eitthvað gagn í því að setja slíkan mengaðan fatnað í örbylgjuofn? Örbylgjur eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, innrautt ljós og útfjólublátt...
Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?
Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...
Skipta kynjasjónarmið máli í umræðunni um COVID-19?
Eftir því sem best er vitað eru engir ónæmir fyrir veirunni sem veldur COVID-19, nema mögulega þeir sem hafa fengið hana. Félagslegar aðstæður gera það þó að verkum að áhrif hennar og afleiðingar snerta fólk með ólíkum hætti. Veiran sjálf gerir ekki upp á milli fólks eftir félagslegum breytum en margt bendir hins ...