Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2475 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?

Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Vex írskur mosi við strendur Íslands?

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að ...

category-iconHugvísindi

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?

Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

category-iconFélagsvísindi

Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes, ef svo er, hvers vegna? Tollsvæði íslenska ríkisins er eins og segir í tollalögum landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð í lögum um la...

category-iconMálvísindi: íslensk

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að rota jólin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti elstu rímurnar?

Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)? Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er/var hann þessi Eyjólfur sem við vonumst til að "fari nú að hressast" (og hressist hann eitthvað svo vitað sé)? Elsta heimild um orðasambandið hver veit nema Eyjólfur hressist í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Norðanfara sem gefið var út á síðari hluta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í mörgum frásögnum er talað um törgu og skjöld. Í Brennu-Njálssögu segir Sig.Sv. hafði törguskjöld í hendi. Hvað er targa? Targa var tegund af skildi til forna. Í Njáls sögu, 92. kafla (ÍF XII:233), segir til dæmis frá bardaga Njálssona og Kára Sölmundarsonar við Þráin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...

Fleiri niðurstöður