Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3728 svör fundust
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...
Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...
Af hverju heitir gróft bygg bankabygg og hvað er þetta „banka“?
Spurning Magnúsar hljóðaði svona:Mig langar að vita hvað er bankabygg, og af hverju heitir það bankabygg? Orðið bankabygg er tökuorð úr dönsku sem heiti á grófu byggi. Það þekkist í íslensku máli að minnsta kosti frá miðri 19. öld, samanber til dæmi timarit.is. Samkvæmt Ordbog over det danske sprog, sem nál...
Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...
Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?
Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg a...
Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?
Rauð augu á ljósmyndum stafa af því að leifturljós („flass“) myndavélarinnar endurspeglast frá augnbotninum. Við sjáum hluti þegar ljósið frá þeim berst augnbotnum okkar þar sem sérhæfðar frumur nema það og senda viðeigandi taugaboð upp í heila. Þessar frumur, sem nefnast keilur og stafir, eru viðkvæmar og þess...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...
Hvað eru margir kettir á Íslandi?
Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði. Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldi...
Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?
Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...
Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?
Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...
Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?
Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...
Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?
Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...
Hvað þýðir orðið penta í grísku?
Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...
Hvert er flatarmál Vestfjarða?
Til þess að segja til um flatarmál Vestfjarða þarf fyrst að skilgreina hvað er átt við með Vestfjörðum. Er verið að tala um hinn eiginlega Vestfjarðakjálka eða stjórnsýslulega skilgreiningu á Vestfjörðum? Á landakorti af Íslandi sést vel hversu lítið vantar upp á að Gilsfjörður, sem gengur inn úr botni Breiðafj...
Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?
Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland. Alas...