Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 53 svör fundust

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?

Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...

Nánar

Fæðast sniglar með skel?

Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...

Nánar

Bar einhver titilinn Napóleon II?

Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II. Bar einhver ...

Nánar

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

Nánar

Hvernig var tískan á millistríðsárunum?

Á þriðja áratug 20. aldar skrapp heimurinn óðfluga saman með bættum samgöngum. Farþegaflugið var þegar orðið að veruleika árið 1925, og áður voru það skemmtisiglingar á lúxusskipum sem heldra fólkið stundaði. Eftir að Henry Ford fór að fjöldaframleiða fólksbíla gátu sumir leyft sér að eignast fjölskyldubíl, og fyr...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?

Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...

Nánar

Hvar eru rauðhærðir algengastir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...

Nánar

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um krákur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...

Nánar

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?

Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi b...

Nánar

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

Nánar

Fleiri niðurstöður