Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

Hvað er bólga?

Bólga er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum. Einkenni bólgusvars eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti....

Nánar

Hvernig fer ofnæmispróf fram?

Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...

Nánar

Hvað er liðmús?

Liðmús (e. joint mouse) er aðskotahlutur í liðholi, einkum í hné eða olnboga. Oftast er um að ræða brjósk- eða beinörðu sem hefur losnað við sköddun á liðnum, til dæmis við slys eða vegna slitgigtar. Lesa má um slitgigt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hvað er slitgigt? Liðmús veldur því oft að...

Nánar

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

Nánar

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni? Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum. Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breyti...

Nánar

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...

Nánar

Hvernig getur klamydía smitast?

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Á tímabili jókst tíðni sjúkdómsins töluvert og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr fjölda nýrra tilfella á allra síðustu árum....

Nánar

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

Nánar

Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?

Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...

Nánar

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...

Nánar

Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum?

Atkvæði í íslensku inniheldur alltaf eitt sérhljóð og getur að auki haft eitt eða fleiri samhljóð. Eiginlega er atkvæði framburðareining og ef orð er borið fram hægt og skýrt heyrist venjulega hvar atkvæðaskilin eru. Dæmi um orð skipt í atkvæði þar sem bandstrikið sýnir skilin:á, áll, hlust ká-pa, slak-na, ges-tu...

Nánar

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...

Nánar

Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?

Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...

Nánar

Fleiri niðurstöður