Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 417 svör fundust

Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann? Ef þetta er eldfjall, hvenær gaus það síðast? Þríhyrningur er ofurlítill fjallshryggur úr móbergi með stefnu SV-NA, sem er sprungustefna á Suðurlandi. Þannig hefur fjallið myndast á stuttri gossprungu við eld...

Nánar

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

Nánar

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...

Nánar

Hvað standa eldgos lengi?

Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...

Nánar

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?

Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst. Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslan...

Nánar

Hvað getur eldgos orðið heitt?

Efnið sem kemur upp í eldgosum er misheitt og ræður þar miklu hver samsetning þess er. Kvikan sem kemur upp er gjarnan flokkuð eftir því hversu mikið kísilsýrumagn hún inniheldur. Heitasta kvikan er basísk kvika en hún inniheldur minnst af kísilsýru. Basalthraun, algengasta tegund hrauna á Íslandi, eru einmitt...

Nánar

Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?

Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...

Nánar

Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...

Nánar

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?

Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

Nánar

Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...

Nánar

Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?

Hjörleifshöfði (221 m.y.s) er móbergshöfði á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Það þýðir að hann hefur myndast við eldgos undir jökli en myndun móbergfjalla er lýst í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur? Ekki er vitað til þess að Hjörleifshöfði hafi verið aldursgreindur, en hann er örugglega frá síðari h...

Nánar

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?

Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...

Nánar

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

Nánar

Fleiri niðurstöður