Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 155 svör fundust

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...

Nánar

Hvað er einn hnútur margir kílómetrar á klukkustund?

Einn hnútur samsvarar einni sjómílu eða 1,852 kílómetrum á klukkustund. Ef skip siglir á 11 hnúta hraða, fer það 11 sjómílur á klst. eða 20 kílómetra á klukkustund. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur siglt á 16-17 hnúta hraða. Herjólfur er 2 klukkustundir og 45 mínútur á leiðinni milli lands og Eyja þegar sj...

Nánar

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

Nánar

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

Nánar

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...

Nánar

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

Nánar

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?

Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi. Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla. Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir ...

Nánar

Hvernig gengur tíminn?

Þegar við notum orðalag eins og 'tíminn gengur' - til dæmis þegar við bendum keppendum í spurningakeppni á að þeir hafi ekki endalausan tíma til að hugsa sig um - þá erum við að beita myndmáli. Hugsunin er sú að tíminn sé eins konar vera sem hafi fætur og gangi áfram. Ef menn eru seinir á sér gengur hann okkur ...

Nánar

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

Nánar

Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?

Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 a...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

Nánar

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?

Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...

Nánar

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

Nánar

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

Nánar

Fleiri niðurstöður