Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 150 svör fundust

Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?

Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...

Nánar

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...

Nánar

Hvar eru eistun í hönum?

Ólíkt dæmigerðum spendýrum þá eru eistu hana og annarra fugla ekki fyrir utan líkamsholið heldur inni í kviðarholinu fyrir framan nýrun. Út frá eistunum liggur sáðrás niður í þarfagang (lat. og e. cloaca) og berst sæðið þá leið inn í kvenfuglinn við æxlun. Nánar er fjallað um æxlun fugla í svörum sama höfundar við...

Nánar

Hvað er kreppa?

Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað. Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þum...

Nánar

Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.

Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...

Nánar

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

Nánar

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni: Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega? Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla ...

Nánar

Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?

Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...

Nánar

Hvers vegna grána mannshár?

Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur...

Nánar

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...

Nánar

Er hægt að auka melanín í líkamanum?

Melanín er litarefni húðar og hárs. Hversu mikið melanín er í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Talsvert hefur verið fjallað um melanín á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum eftir sama höfund: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? ...

Nánar

Hver eru markmið Ríósáttmálans?

Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...

Nánar

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

Nánar

Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...

Nánar

Fleiri niðurstöður