Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 99 svör fundust

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

Nánar

Hvers vegna heitir vindurinn Kári?

Orðið kári (með litlum staf) merkir upprunalega 'vindur, vindhviða'. Það er samnorrænt og er til dæmis í nýnorsku kåre 'vindgustur'. Sögnin kåra er til í nýnorsku og sænskum mállýskum í merkingunni 'gola smávegis þannig að vatn gárast'. Sögnin kåra er til í nýnorsku og sænskum mállýskum í merkingunni 'gola smáve...

Nánar

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...

Nánar

Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?

Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...

Nánar

Eru bessadýr á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita? Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki ge...

Nánar

Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...

Nánar

Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?

Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...

Nánar

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

Nánar

Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?

Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...

Nánar

Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?

Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá þv...

Nánar

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...

Nánar

Fleiri niðurstöður