Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 33 svör fundust

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

Nánar

Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?

Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...

Nánar

Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?

Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?

Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem...

Nánar

Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?

Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...

Nánar

Hvernig var tískan á millistríðsárunum?

Á þriðja áratug 20. aldar skrapp heimurinn óðfluga saman með bættum samgöngum. Farþegaflugið var þegar orðið að veruleika árið 1925, og áður voru það skemmtisiglingar á lúxusskipum sem heldra fólkið stundaði. Eftir að Henry Ford fór að fjöldaframleiða fólksbíla gátu sumir leyft sér að eignast fjölskyldubíl, og fyr...

Nánar

Hvað er gagnrýnin hugsun?

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

Nánar

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

Nánar

Hvernig er bjór búinn til?

Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...

Nánar

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

Nánar

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

Nánar

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

Nánar

Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?

Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...

Nánar

Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?

Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...

Nánar

Fleiri niðurstöður