Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 253 svör fundust

Hvað eru náttúruhamfarir?

Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...

Nánar

Hvað át snareðla?

Af steingerðum leifum snareðlu (Velociraptor) að dæma var hún greinilega kjötæta. Hún hefur farið mjög hratt yfir og telja vísindamenn að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Snareðlan var kjötæta. Talið er að snareðlur hafi veitt í hópum líkt og úlfar og ljón gera nú...

Nánar

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

Nánar

Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?

Skáldið Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), átti sín uppvaxtarár á bænum Miðseli, sem einnig var nefndur Ljárskógasel. Bærinn var á neðanverðri Gaflfellsheiði sem er forn leið á milli Hvammsfjarðar í Dölum og Bitrufjarðar á Ströndum. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð....

Nánar

Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?

Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...

Nánar

Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?

Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...

Nánar

Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?

Í "fiskatali" sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland. Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru hels...

Nánar

Sofa fiskar?

Allir fiskar sofa einhvern hluta sólarhringsins. Atferli fiska er mjög fjölbreytilegt á meðan svefni stendur, til dæmis eru uppsjávarfiskar eins og túnfiskur og síld hreyfingarlausir í vatninu. Oftast eru fiskar í þessu svefnástandi á næturnar. Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, lig...

Nánar

Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?

Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Beller...

Nánar

Hvers konar rit er Heimskringla?

Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...

Nánar

Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?

Eins og flestum er kunnugt um eru slöngur (Serpentes) fótalausar, langar og rennilegar. Í fljótu bragði getur þess vegna verið erfitt að greina háls þeirra frá brjóstholi og meltingarholið frá halanum. Þegar nánar er að gáð er þó hægur vandi að átta sig á skilunum, til dæmis ef menn vita hvar gotraufin er, en svo ...

Nánar

Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?

Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora). Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að m...

Nánar

Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...

Nánar

Fleiri niðurstöður